FLUGBEITT - UMSAGNIR

  SMELLTU HÉR  til að senda inn umsögn

Mjög ánægð
Ég hef nokkrum sinnum farið með skærin sem ég nota í dýrasnyrtingar til Sveinbjörns og hef alltaf verið mjög ánægð með brýninguna og þjónustuna!

María Lísa

Frábær þjónusta
Flugbeitt er orð að sönnu… mig hefði ekki órað fyrir að hægt væri að brína gömlu hárskærin mín svo vel að þau eru orðin eins og ný Fljót og góð þjónusta og fagmennska í fyrirrúmi

Iris Sveinsdóttir

Góður brýnari
Að kaupa í innbú getur verið dýrt þannig maður velur ódýrasta mátann. Sem var eitthvað sem ég gerði og keypti alla mína hnífa í ikea. Þeir virkuðu en maður þurfti að vinna fyrir ódýra verðinu með vöðvabólgu i marga daga eftir að hafa skorið dúnmjuka hreindýra steik. Eftir að Bjössi brýndi ikea hnífana var hægt að smá sneiða tómata með sama hníf og maður þurfti að beyta afli á hreindýra steik. Maður þarf ekki góðan hníf heldur bara góðan brýnara.

Ída Guðrún Atladóttir

Vel unnið verk
Takk Sveinbjörn, þú ert snillingur að brýna. Skærin mín eru æðisleg bæði tvö, ég þakka þér kærlega fyrir vel unnið verk.

Hanna

Saumaskærin
Ég á saumaskæri sem enginn má snerta. Svo fór ég með eldhúskubbinn með hnífum og skærum til Bjössa. Eftir að þau komu til baka, var ég með tuskubút í höndunum og greip óvart eldhússkærin og klippti. Vá, þau voru betri en saumaskærin.

Guðrún

Frábær vinnubrögð
Gamli góði veiðihnífurinn minn sem var á leið í ruslið er betri en nýr eftir meðhöndlun hjá Sveinbirni. Kominn nýr oddur á hann og hægt að spegla sig í egginni. Ég hefði ekki trúað þessu hefði einhver sagt mér þetta.

Jón Arnar

Skarpastur í skúffunni
Ég átti tvo japanska hnífa sem voru rándýrir þegar ég keypti þá fyrir 10 árum síðan. Þeir voru góð fjárfesting samt og búnir að standa sig vel. Reyndar með mikilli notkun hafði brotnað aðeins úr stóra hnífnum og hann misst oddinn. Bjössi tók báða hnífana og gerði þa upp. Stóra hnífinn þurfti hann nánast að pússa alveg nýja egg á og og nýjann odd og er núna eins og nýr og báðir hnífarnir eru núna tilbúnir í næstu 10 ár af notkun.

Eva

Frábær vinnubrögð!
Ég fór með gamlan veiðihníf sem ég taldi ónýtan. Þessi hnífur er gjöf sem mér þykir verulega vænt um og vildi athuga hvort eitthvað væri hægt að gera. Hann kom eins og nýr frá Flugbeitt og er kominn í notkun aftur. Frábær vinnubrögð!

Ásmundur Sveinsson

Betri en nýjir
Ég fór með fjóra hnífa til Bjössa þar á meðal einn sem ég hef átt í rúmlega 40 ár og var orðin ansi lúinn. Allir hnífarnir komu til baka betri en nýir, hafa aldrei verið nálægt því svona beittir. Frábær þjónustua.

Haukur

Hnífaviðgerð
Bjössi skilaði óaðfinnanlegu verki á japönskum hníf sem brotnaði 3-4 mm af egginni Fullkomlega lagað og hnífurinn eins og nýr Takk fyrir takk

Geirarður Long

Frábær þjónusta, vel gert
Við hjá Hundaheppni fengum æðislega þjónustu og skærin voru perfect sem við fengum til baka ❤️

Maria Björg Tamimi

Tveir bitlausir urðu súperskarpir
2 stk japanskir algjörlega eins og nýjir eftir meðhöndlun mæli 100% með!

Eyjolfur Jóhannsson