Ég heiti Sveinbjörn Grétarsson og hef ástríðu fyrir því að brýna hluti.
Það er frábær tilfinning að finna muninn á hinum ýmsu hlutum þegar búið er að brýna þá. Allt í einu eru skærin sem þú ætlaðir jafnvel að henda eða garðklippurnar orðin betri en þegar þau voru ný. Að skera niður grænmeti, kjöt eða fisk með flugbeittum hníf er svo miklu betra og skemmtilegra en með hníf sem er bitlaus.
Ég legg metnað minn í að vanda vel til verka og nota sérstakan og fjölbreyttan búnað eftir því hvað verið er að brýna.
SKÆRI:
Ég brýni allar tegundir af skærum fyrir hárgreiðslustofur, hundasnyrta, fatahönnuði og klæðskera. Ég nota sérstakan búnað, Twice as sharp - Ookami Gold, frá Wolff industry í USA sem tekur eins lítið stál af skærunum og mögulegt er og pólerar svo skærin á eftir. Öll skæri hreinsuð, smurð og stífleiki stilltur. Á úrval af varahlutum.
Ég rukka 2 til 5 þúsund krónur fyrir hver skæri, fer eftir týpu og tegund.
Hægt er að hafa samband og fá verðtilboð. Ef brýna á mörg skæri lækkar verðið.
HNÍFAR:
Ég brýni allar gerðir hnífa svo þeir verða beittari en nýir. Geri við skemmda hnífa, bý til nýja egg sem mótuð er eftir því hvað á að nota hnífinn í. Ég nota Tormek-8 vatnsbrýni sem sér til þess að eggin á hnífnum hitni ekki og skemmist og lætur bit hnífsins endast lengur. Hallinn á egginni skiptir miklu máli upp á endingu og bit hnífsins. Það fer enginn hnífur frá mér nema flugbeittur.
Ég vanda mjög til verka og gef engan afslátt á gæði vinnu þó að um ódýran hníf sé að ræða. Það tekur mig 15 til 20 mínútur að brýna hvern hníf og því rukka ég 2 til 4 þúsund krónur á hvern hníf.
Ef viðskiptavinur vill fá marga hnífa brýnda gef ég afslátt.
Alltaf er hægt að hafa samband og fá tilboð í það sem á að brýna.
ANNAÐ:
Brýni einnig sporjárn, garð- trjá- og grasklippur, slátturvélahnífa og fleira.
Skoða allt.
Í sumum tilfellum get ég komið á staðinn og sótt það sem brýna á og skilað því flugbeittu fljótt til baka.
Einnig er hægt að senda til mín í pósti og ég sendi fljótt til baka.
Er með verkstæði á Esjugrund 25, 116 Reykjavík/Kjalarnes.
Frábær vinnubrögð
Gamli góði veiðihnífurinn minn sem var á leið í ruslið er betri en nýr eftir meðhöndlun hjá Sveinbirni. Kominn nýr oddur á hann og hægt að spegla sig í egginni. Ég hefði ekki trúað þessu hefði einhver sagt mér þetta.
Frábær þjónusta
Flugbeitt er orð að sönnu… mig hefði ekki órað fyrir að hægt væri að brína gömlu hárskærin mín svo vel að þau eru orðin eins og ný
Fljót og góð þjónusta og fagmennska í fyrirrúmi
Skarpastur í skúffunni
Ég átti tvo japanska hnífa sem voru rándýrir þegar ég keypti þá fyrir 10 árum síðan. Þeir voru góð fjárfesting samt og búnir að standa sig vel. Reyndar með mikilli notkun hafði brotnað aðeins úr stóra hnífnum og hann misst oddinn. Bjössi tók báða hnífana og gerði þa upp. Stóra hnífinn þurfti hann ná... Lesa meira
Hnífaviðgerð
Bjössi skilaði óaðfinnanlegu verki á japönskum hníf sem brotnaði 3-4 mm af egginni
Fullkomlega lagað og hnífurinn eins og nýr
Takk fyrir takk
Tveir bitlausir urðu súperskarpir
2 stk japanskir algjörlega eins og nýjir eftir meðhöndlun
mæli 100% með!
Frábær vinnubrögð!
Ég fór með gamlan veiðihníf sem ég taldi ónýtan. Þessi hnífur er gjöf sem mér þykir verulega vænt um og vildi athuga hvort eitthvað væri hægt að gera. Hann kom eins og nýr frá Flugbeitt og er kominn í notkun aftur. Frábær vinnubrögð!
Saumaskærin
Ég á saumaskæri sem enginn má snerta. Svo fór ég með eldhúskubbinn með hnífum og skærum til Bjössa. Eftir að þau komu til baka, var ég með tuskubút í höndunum og greip óvart eldhússkærin og klippti. Vá, þau voru betri en saumaskærin.
Vel unnið verk
Takk Sveinbjörn, þú ert snillingur að brýna. Skærin mín eru æðisleg bæði tvö, ég þakka þér kærlega fyrir vel unnið verk.
Betri en nýjir
Ég fór með fjóra hnífa til Bjössa þar á meðal einn sem ég hef átt í rúmlega 40 ár og var orðin ansi lúinn. Allir hnífarnir komu til baka betri en nýir, hafa aldrei verið nálægt því svona beittir. Frábær þjónustua.
Góður brýnari
Að kaupa í innbú getur verið dýrt þannig maður velur ódýrasta mátann. Sem var eitthvað sem ég gerði og keypti alla mína hnífa í ikea. Þeir virkuðu en maður þurfti að vinna fyrir ódýra verðinu með vöðvabólgu i marga daga eftir að hafa skorið dúnmjuka hreindýra steik. Eftir að Bjössi brýndi ikea hnífa... Lesa meira
Mjög ánægð
Ég hef nokkrum sinnum farið með skærin sem ég nota í dýrasnyrtingar til Sveinbjörns og hef alltaf verið mjög ánægð með brýninguna og þjónustuna!
Frábær þjónusta, vel gert
Við hjá Hundaheppni fengum æðislega þjónustu og skærin voru perfect sem við fengum til baka ❤️