FLUGBEITT - Brýningar

LOKAÐ VEGNA MIKILLA VERKEFNA!

Vegna mikilla verkefna get ég ekki tekið að mér meiri brýningar í einhvern tíma nema í neyðartilfellum.


UM FLUGBEITT

Hafðu samband:

Farsími: 899-8888
Netfang: sg@flugbeitt.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Ég heiti Sveinbjörn Grétarsson og hef ástríðu fyrir því að brýna hluti.

Það er frábær tilfinning að finna muninn á hinum ýmsu hlutum þegar búið er að brýna þá. Allt í einu eru skærin sem þú ætlaðir jafnvel að henda eða garðklippurnar orðin betri en þegar þau voru ný. Að skera niður grænmeti, kjöt eða fisk með flugbeittum hníf er svo miklu betra og skemmtilegra en með hníf sem er bitlaus.

Ég legg metnað minn í að vanda vel til verka og nota sérstakan og fjölbreyttan búnað eftir því hvað verið er að brýna.

SKÆRI:
Ég brýni allar tegundir af skærum fyrir hárgreiðslustofur, hundasnyrta, fatahönnuði og klæðskera. Ég nota sérstakan búnað, Twice as sharp - Ookami Gold, frá Wolff industry í USA sem tekur eins lítið stál af skærunum og mögulegt er og pólerar svo skærin á eftir. Öll skæri hreinsuð, smurð og stífleiki stilltur. Á úrval af varahlutum.

Ég rukka 2 til 5 þúsund krónur fyrir hver skæri, fer eftir týpu og tegund.
Hægt er að hafa samband og fá verðtilboð. Ef brýna á mörg skæri lækkar verðið.

HNÍFAR:
Ég brýni allar gerðir hnífa svo þeir verða beittari en nýir. Geri við skemmda hnífa, bý til nýja egg sem mótuð er eftir því hvað á að nota hnífinn í. Ég nota Tormek-8 vatnsbrýni sem sér til þess að eggin á hnífnum hitni ekki og skemmist og lætur bit hnífsins endast lengur. Hallinn á egginni skiptir miklu máli upp á endingu og bit hnífsins. Það fer enginn hnífur frá mér nema flugbeittur.

Ég vanda mjög til verka og gef engan afslátt á gæði vinnu þó að um ódýran hníf sé að ræða. Það tekur mig 15 til 20 mínútur að brýna hvern hníf og því rukka ég 2 til 4 þúsund krónur á hvern hníf.
Ef viðskiptavinur vill fá marga hnífa brýnda gef ég afslátt.

Alltaf er hægt að hafa samband og fá tilboð í það sem á að brýna.

ANNAÐ:
Brýni einnig sporjárn, garð- trjá- og grasklippur, slátturvélahnífa og fleira.
Skoða allt.

Í sumum tilfellum get ég komið á staðinn og sótt það sem brýna á og skilað því flugbeittu fljótt til baka.
Einnig er hægt að senda til mín í pósti og ég sendi fljótt til baka.
Er með verkstæði á Esjugrund 25, 116 Reykjavík/Kjalarnes.