FLUGBEITT - BÚNAÐUR

BÚNAÐUR TÆKI OG TÓL

Búnaður og þær græjur sem notaðar eru til brýninga skipta mjög miklu máli. Passa verður að hita ekki eggina sem verið er að brýna en það getur eyðilagt hana. Eins er mjög mikilvægt að taka sem minnst af stáli þegar verið er að brýna t.d. skæri sem hárskerar nota.

TORMEK T-8

TORMEK er sænskt fyrirtæki sem framleitt hefur vélar og tæki til brýninga frá 1973.
Hverfisteinunum er snúið hægt og upp úr vatni svo eggin sem verið er að brýna helst köld allan tíman.
Allt sem verið er að brýna er sett í stýringar svo eggin verður jöfn og bein. Nákvæm mælitæki gera svo kleift að stilla réttan gráðuhalla eggjarinnar eftir því sem við á.

Á TORMEK T-8 brýni ég og slípa alla hnífa, stærri skæri, sporjárn, trjá- og grasklippur, slátturvélahnífa, axir og í raun nánast hvað sem er. Ég er bæði með xx og einnig SJ-250 Tormek Japanese Waterstone sem er 4.000 grid en þar sem hann snýst upp úr vatni virkar hann mun fínni. Eggin verður spegilgljáandi og á að endast lengur.

Hnífar sem eru mjög bitlitlir eða sem þurfa viðgerð byrja ég með á 250 grid hverfisteini. Næst fara allir hnífar á 4.000 grid japanska steininn og að lokum á leðurhjól með sérstökum massa. Útkoman er alltaf frábær með þessari aðferð.

TWICE AS SHARP

Twice as sharp - Ookami Gold, frá Wolff industry í USA er sérhönnuð vél til að brýna og slípa hárskera skæri. Eggin á slíkum skærum er mjög mismunandi og nánast ógjörningur að brýna slík skæri rétt nema með sérhæfðum búnaði.

Sérstakur armur með klemmu á endanum passar upp á að réttur halli sé alltaf á egg skæranna þegar verið er að brýna þau. Klemman er með gráðumæli og mjög öflugri festingu fyrir skærin. Hverfisteinninn er 800 grit demantssteinn og slípihjólið er einstaklega vandað og gefur egginni spegilgljáa. Baklið skæranna er svo slípuð á 6.000 grid glersteini. Öll skæri eru hreinsuð og stífleiki stilltur ef skærin bjóða upp á það.

ANNAÐ

Nota einnig ýmsar gerðir af japönskum vatnasteinum og þjalir í sérstökum tilfellum.