FLUGBEITT - GJALDSKRÁ

GJALDSKRÁ

Hvað ég rukka fer mest eftir því hvernig ástandi hluturinn er í sem ég fæ.

Það er erfitt að gefa upp fast verð þar sem verkefnin geta verið mjög ólík.

SKÆRI:

Skæri eru af svo mörgum gerðum að ómögulegt er að setja upp fasta verðskrá. Það má þó miða við að verðið fyrir stök skæri sé einhverstaðar á milli 2.500 og 5.000 kr. Hægt er að hafa samband og fá verðtilboð. Ef brýna á mörg skæri lækkar verðið.

HNÍFAR:

Til viðmiðunar þá rukka ég 2.500 - 4.000 kr. fyrir að brýna stakan hníf. Ef brotið er upp úr egginni, hreinsa þarf ryðbletti, laga odd eða eitthvað þess háttar vil ég helst fá mynd af hnífnum og gefa svo upp verð.
Ef ég fæ marga hnífa lækkar verðið.

AKSTUR - SÆKJA / SENDA:

Ef um marga hluti er að ræða kem ég mögulega á staðinn og skila til baka gjaldfrjálst.
Alltaf er hægt að hafa samband og fá upp tilboð áður en ákveðið er að nýta þjónustuna.